Minningarorđ um Einda

Á lífsleiđinni verđa stundum atvik sem valda ţví ađ einstaklingur sem mađur hefur ekki endilega mikil eđa langvarandi samskipti viđ stendur samt alltaf hug manns nćrri. Ţessi hugsun kom upp í kolli mínum nýveriđ, ţegar ég frétti af andláti Einars Ó. Valdimarssonar frá Kirkjubćjarklaustri.

Kirkjubaejarklaustur-3Samskiptin sem mér var hugsađ til voru frá ţví snemma á níunda áratugnum. Hinn ljúfi „eighties“ áratugur. Ţá var ég unglingur en Einar, eđa Eindi eins og hann oftast var kallađur, var í mínum augum rígfullorđinn mađur. Eins og gjarnt er ađ krakkar og unglingar líta á fólk sem er orđiđ fullorđiđ en er ţó í reynd ekki svo óskaplega mikiđ eldra.

Á ţessum árum var Einar á besta aldri, fjölskyldumađur međ tvo unga krakka og stýrđi Kaupfélagi Skaftfellinga á Klaustri. Ţar var hann útibússtjóri um árabil og réđ mig í mína fyrstu sumarvinnu ţarna á fimmtánda aldursári mínu. Ţetta eru löngu horfnir dagar, núna ţegar smartsímar og internet hafa fćrt okkur öll svo nálćgt hverju öđru. Í bláum millisíđum Kaupfélagssloppnum lćrđi ég ađ ţekkja milli 2ja og 3ja tommu saums á lagernum, höndla bremsulítinn lyftarann og hversu miklu léttari graskögglapokinn var miđađ viđ áburđarpokann. Best var ţó ađ finna hvernig líkaminn allur vaknađi til lífsins viđ ţađ ađ keyra tuttugu tonn af áburđi út í sveitir í mígandi vorrigningu međ Jóni bílstjóra úr Vík.

Einar-Vald_KjarvalÖll ţau 36 ár sem liđin eru frá ţessu sumri í Kaupfélaginu á Klaustri hefur mér alltaf veriđ hlýtt til Einars. Hann var ákaflega vinsamlegur viđ nýgrćđinginn mig og passlega ákveđinn í stjórn sinni á starfseminni í kaupfélaginu. Og ég var afar ţakklátur honum ţegar hann hóađi í mig einn daginn ađ koma inn á skrifstofuna - og stakk upp á ţví ađ ég fćri í bensínafgreiđsluna „úti í sjoppu“. Sem á ţeim tíma var einfaldur skúr niđur viđ brú, kallađur ţví virđulega nafni Skaftárskáli.

Ţar afgreiddi ég eldsneyti, fyllti á gaskúta og handlangađi glussa öll menntaskólasumrin. Og hafđi satt ađ segja gaman af, enda oft mikiđ fjör í sjoppunni hvort sem var sólarsumur eđa rigningasumur. Ekki skemmdi vaktaálagiđ og helgarvinnan fyrir, ţegar launaseđillinn kom úr ađalstöđvum Kaupfélagsins í Vík.

Á ţessum tíma var ennţá langt í sjálfsafgreiđslustöđvar og rútur frá Úlfari Jacobsen eđa Guđmundi Jónassyni, fullar af Ţjóđverjum í kjánalegum hnébuxum, gátu rennt í hlađ hvenćr sem var. Ţess vegna var almennilegur opnunartími á ţessum árum; til kl. 11 hvert einasta kvöld alla daga vikunnar. Og á hverju einasta kvöldi upp úr ellefu kom Einar í rólegheitum á Volvonum eđa gamla grćna Land Rovernum til ađ gera upp kassann. Og í hvert einasta sinn var hann skapgóđur og ţćgilegur í viđmóti.

Einar var einungis 72ja ára ţegar hann lést nú fyrr í mánuđinum. Ţađ er leitt ađ mađur skuli ekki gera meira af ţví ađ segja fólki sem hefur reynst manni vel, frá ţví og ađ mađur sé ţakklátur í hjarta fyrir ţau samskipti. Ég held ađ ég hafi ţví miđur aldrei ţakkađ Einda fyrir ţau góđu samskipti sem ég átti viđ hann hér í Den. Enda var mađur á ţeim tíma kannski meira fyrir ađ hugsa um ađra hluti eins og unglingum er tamt. Ég votta fjölskyldu Einars samúđ mína.

----------

Myndina hér ađ ofan af Einari á fjórđa aldursári málađi Kjarval af honum, en Kjarval var tíđur sumargestur á Kirkjubćjarklaustri. Myndina leyfđi ég mér ađ grípa af Fésbókarsíđu Hauks Valdimarssonar, bróđur Einars.


« Síđasta fćrsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband