Hafţór

Ég var niđrí geymslu ađ gramsa. Og fann ţar nokkur gömul umslög, stíluđ á "yngispilt Ketil Sigurjónsson".

Utanáskriftin var bersýnilega ekki rithönd Hafţórs. Heldur vćntanlega Elsu, mömmu hans. Bréfin eru aftur á móti skrifuđ af honum sjálfum, af mikilli vandvirkni. Ţessi bréf eru frá vetrinum 1975-76 ţegar ég bjó í Danmörku. Ţangađ flutti ég međ pabba, mömmu og Ćsu til ársdvalar síđsumars 1975; rétt fyrir 9 ára afmćlisdaginn. Og ţá flutti líka Hafţór frá Klaustri og hélt međ mömmu sinni í Mosfellssveit.

HafthorViđ höfđum ţá í einhver ár veriđ fjarska góđir vinir eđa frá ţví Elsa fluttist ađ Klaustri og gerđist ráđskona viđ Kirkjubćjarskóla. Ekki héldust bréfaskiptin lengi eftir brottflutninginn, en eftir ţađ rakst ég einstaka sinnum á Hafţór á förnum vegi. Alltaf var hann ákaflega líkur drengnum sem hafđi veriđ svo góđur félagi minn austur á Kirkjubćjarklaustri. Rólegur, yfirvegađur og glađlyndur í senn. Enda held ég ađ öllum á Klaustri hafi líkađ ákaflega vel viđ snáđann.

Sérstaklega var foreldrum mínum hlýtt til Hafţórs. Sjálfur var ég alltaf morgunsvćfur krakki, en Hafţór aftur á móti árrisull međ afbrigđum og birtist oft heima um ţađ leiti sem pabbi vaknađi. Vćri pabbi ekki ţegar byrjađur á morgunrakstrinum kom fyrir ađ Hafţór settist til fóta í bólinu hjá foreldrum mínum og kjaftađi ţá á honum hver tuska. Gott ef ég fann ekki stundum til smá afbrýđissemi yfir ţví hversu hlýlega ţau töluđu oft um hann og höfđu óskaplega gaman af ţessum glađlynda morgunhana.

En oftast vorum viđ miklir mátar, enda á ţeim dásamlega aldri ţegar hver dagur er nýtt ćvintýri og lífiđ áhyggjulaus og skemmtilegur leikur. Og ţó svo ég hafi lítiđ haft af Hafţóri ađ segja síđustu ţrjá áratugina og einungis hitt hann sárasjaldan, varđ mér afar hverft viđ ţegar ég frétti af ţví ađ hann hefđi látist í flugslysi.

Hafthor_Air_Atlanta_planeŢađ var skrítin tilfinning ađ hjóla Skerjafjarđarstíginn međfram Reykjavíkurflugvelli í dag og horfa á rellurnar koma inn til lendingar. Sjálfur lćrđi ég ađ fljúga um tvítugt og kom ţá einstöku sinnum fyrir ađ ég rćkist á Hafţór niđur á velli. Hann var ţá ţegar orđinn reyndur einkaflugmađur og á fullu í flugkennslu. Ađ sjálfsögđu fylgdist ég svo af ađdáun međ ţví hvernig Hafţór byggđi upp Air Atlanta í samstarfi viđ ţau Arngrím Jóhannsson og Ţóru ţáverandi eiginkonu hans. Ég hygg ađ flugiđ hafi hentađ Hafţóri fullkomlega; hann var einmitt prýddur ţeirri rósemi og yfirvegun sem einkennir bestu flugmennina. Og fyrir ţann sem hefur ánćgju og áhuga á flugi er varla hćgt ađ hugsa sér skemmtilegri starfsferil en Hafţór hlaut.

En nú er hann horfinn á braut. Hann fórst í hörmulegu flugslysi norđur í Vopnafirđi fyrir rúmri viku síđan. Mikill er missirinn fyrir móđur hans, fjölskyldu og vini. Hann skilur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn. Lífiđ virđist stundum ákaflega ósanngjarnt og óskiljanlegt.

Ég held ađ Hafţór hafi ađ mörgu leyti lifađ viđburđaríkara og skemmtilegra lífi en mörgum gefst. Ţó ţađ deyfi ekki sársaukann hjá ástvinum hans, er gott ađ geta minnst ţess. Kćra Elsa; ég votta ţér og fjölskyldunni innilega samúđ mína.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Falleg kveđja & ţér til sóma, líkt & annađ sem ţú lćtur frá ţér fara.

Samhryggizt međ ven ţinn.

Steingrímur Helgason, 15.7.2009 kl. 00:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband